Umfjöllunarefni 


Loftfræði

Til þess að flugvél geti flogið myndar hún minni þrýsting fyrir ofan vænginn en fyrir neðan þá, þetta gerist vegna þess að vængurinn er boginn að ofan en sléttur að neðan þannig loftið sem fer fyrir ofan vænginn þarf að ferðast lengri leið og myndar þar með minni þrýsting fyrir ofan vængin en fyrir neðan hann.


Stríð og Herflugvélar

Í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar voru flugvélar frekar einfaldar en þær breyttust gríðarlega, úr flugvélum sem voru búnar til úr tau yfir í sprengjuflugvélar sem búnar voru til úr sléttáli.Þotur byrjuðu líka að þróast í miðri seinni heimsstyrjöldinni og voru þær fyrst notaðar þar. Kosturinn við þoturnar var sá að þær höfðu þotuhreyfilinn sem gerði þeim kleift að fara mun hraðar heldur en venjulegu flugvélarnar.

Fyrstu Flugvélarnar

Fyrstu flugvélarnar voru svifflugvélar sem notuðu bara vind til að fljúga. Fyrsta flugvélin sem var með mótor var uppfinning þeirrra bræðra Orville og Wilbur Wright "Wright Flyer" sem flaug u.þ.b 37m á 43km/klst. Wright Flyerinn var 6.4m á lengd og 2.8m á hæð og með flugmanni var hún 341kg. Vélin í flugvélina var 12 hestöfl sem var meira en nóg af því flugvélin þurfti bara 8 hestöfl til þess að fara á loft.


Framtíð Flugvéla og Mengun

Útlit og hönnun farþegaflugvéla hefur mjög lítið breyst yfir síðustu 50 árin, við notum enþá sama módel fyrir flugvélarnar. Tökum bara til dæmi fyrstu boeing þotuna 707 módelið er næstumþví alveg eins og nýjasta módelið 777. Flugvélar munu breytast í framtíðinni vegna þess að næstu 20 árin er talið að það munu bætast um 36000 flugvélar við allar flugvélar í heiminum sem er 92% aukning á flugflota heimsins. Verið er að leita til plöntuolíu og dýrafitu til að gera flugvélabensín lífrænara

Flugvélar á Íslandi

Flugfélag Íslands var stofnað í Reykjavík 22. mars 1919. Fyrsta flugvélin keypt af flugfélaginu var Avro 504K. Hún var keypt frá Danmörku og fylgdi með henni danskur flugmaður. Flugfélagið var svo lagt niður ári eftir og var flugvélin seld en stofnað aftur árið 1928. Flugfélagið leigði flugmenn og flugvélar frá Þýskalandi. Fyrsti íslenski flugmaðurinn var (Sigurður Jónsson) flaug hjá Flugfélagi Íslands 1930

Flugnám

Til þess að verða flugmaður þarftu að fara í sér flugnám. Ef þú ætlar að vera einkaflugmaður er lágmarks tímafjöldi 45 klukkutímar, af þeim tíma eru 25 tímar með kennara og 10 einka flugstímar. Bóklegi hlutinn af flugnáminu stendur yfir í 10-12 vikur, þar eru kenndar 9 greinar. Flugmenn verða að standast ákveðnar heilbrigðiskröfur  og mælt er með því að nemar fari í læknisskoðun áður en námið hefst


Viðtal við Flugstjóra og Flugumferðarstjóra 


Ragnar Arnarson 🡒 


Myndasafn

39,000 

Flugvélar

Samkvæmt Airliners.net eru u.þ.b 39,000 flugvélar í notkun og u.þ.b 150.000 flugvélar hafa verið framleiddar. 


4,100,000,000

Manneskjur

Samkvæmt (IATA) flugu u.þ.b 4,100,000,000 manneskjur árið 2017 og áætlað er að árið 2036 munu 7,800,000,000 manneskjur ferðast með flugi,

5,000

Flugvélar

Samkvæmt (FAA) Eru u.þ.b 5000 flugvélar í loftinu í einu.


24

Kg af koltvíoxíð


Samkvæmt (blueskymodel.org) Láta flugvélar frá sér 24kg af koltvíoxíð fyrir hvern 1,85km

Skoðaðu leikinn okkar

Hvað kemur næst ?

Framtíðar Flugvélar 


    Viltu vita meira ? 

© Lokaverkefni Háaleitisskóli 2018 | Grímur,Axel & Leonard
Powered by Webnode
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started